Smátímasögur - Fyrir þig
36 En honum tókst aldrei að segja þetta, vegna þess að stóri bróðir kom ekki heim fyrr en löngu eftir að Hússein var sofn- aður. Hann vaknaði um nóttina við æstar raddir pabba og mömmu og stóra bróður. Þau hvísluðu hátt og voru greinilega ósammála. Hússein fór framúr og sá þau standa við útidyrnar. Stóri bróðir var kominn í nýja jakkann, pabbi og mamma voru að reyna að fá hann til að vera kyrran, en hann vildi fara. Þegar þau sáu Hússein þagnaði pabbi en mamma fór að gráta. Stóri bróðir kraup á knén í dyrunum og benti honum að koma til sín. Hann faðmaði Hússein lengi og hélt honum þétt að sér, svo leit hann í augu hans og sagði rólega. „Það er að koma stríð, Hússein. Þú átt að fara með pabba og mömmu í flóttamannabúðirnar hinum megin við landa- mærin. Gerðu það fyrir mig og þá mun allt fara vel. Ég þarf að fara annað og kemst ekki með ykkur.“ Hússein mundi ekki hvað hafði gerst eftir þetta, en hann mundi hvað hann varð sorgmæddur yfir því að stóri bróðir væri að fara, því stóri bróðir var besti vinur hans; hann var bestur af öllum. Hússein átti auðvitað góða vini í skólanum og skemmtilega leikfélaga í hverfinu sínu og hann átti góð- an pabba og góða mömmu, en samt var það nú svoleiðis að Hússein tók stóra bróðir sinn fram yfir alla aðra í veröld- inni. Hvergi annars staðar vildi hann vera en þar sem stóri bróðir var, því þá var hann fullkomlega öruggur og óhræddur. Þannig hafði það verið, alveg frá því að Hússein var lítið barn. Mamma hafði sagt að ástæðan væri sú að þeir hefðu verið
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=