Smátímasögur - Fyrir þig
33 verkefni SÖGURÝNI 1. Hver segir söguna? Hvað er vitað um sögumanninn? 2. Oliver kann mörg orð yfir þá sem stríða. Safnið þeim saman, japlið á þeim og kjósið það orð sem ykkur þykir vera best. Getið þið fundið fleiri orð? 3. Drengurinn hittir þrjár sögupersónur. Nefnið þær. a. Þekkið þið sögur þeirra? b. Tvær aðrar sögupersónur eru nefndar á nafn. Hvað heita þær? c. Hvað eiga allar persónurnar sameiginlegt? 4. Sögupersóna segir drengnum að það sé gott að lesa um aðra sem líður eins og manni sjálfum. Hvað á persónan við? VANGAVELTUR Takið afstöðu og færið rök fyrir skoðun ykkar. 5. Gerist atvikið á bókasafninu í alvöru? 6. Eru það bara strákar sem stríða? ÁSKORUN Veldu þér verkefni. • Smásaga: Þú festist líka inni á bókasafni af einhverjum ástæðum. Hvaða sögupersónur heimsækja þig? Um hvað spjallið þið? Hvert fara þínar persónur í sínu fríi? • Yndislestur: Veldu þér eina af bókunum sem sagt er frá í sögunni. Komdu þér vel fyrir og lestu a.m.k. þrjá kafla í bókinni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=