Smátímasögur - Fyrir þig

32 Oliver brosir. – Það kemur nú ýmislegt spennandi fyrir mig, skal ég segja þér. Og sumt meira að segja alveg hræðilegt. En það fer allt vel að lokum ... Oliver hefur varla sleppt orðinu þegar þrusk heyrist við dyrnar. Allt í einu hverfa allar skuggaverurnar eins og dögg fyrir sólu. Nú er ekkert að sjá nema langar hilluraðir sem teygja úr sér inn í rökkrið, fullar af bókum, sem eru hver og ein með heilan heim í felum spjaldanna ... Skyndilega kviknar ljósið, skerandi hvítt, og hann fær ofbirtu í augun. – Halló? Hvað ert þú að gera hér, vinur? Konan ýtir ræstingavagni á undan sér. – Ég ... ég lokaðist inni ... kannski sofnaði ég eða eitthvað ... Konan brosir. – Það hlýtur að vera. Klukkan er orðin sex! Viltu ekki hringja heim og láta vita af þér? Það eru örugglega allir orðnir hræddir um þig! Hann stendur upp úr púðahrúgunni og um leið dettur bók niður á gólfið. Oliver Twist. Hann tekur hana upp og setur á sinn stað í hilluna um leið og hann fer að símanum. Hann ætlar að fá þessa bók lánaða á morgun. Eða kannski Söguna endalausu. Eða GúmmíTarsan. Eða kannski bara allar þrjár.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=