Smátímasögur - Fyrir þig
31 skólann, þetta eru hálfgerðar hríslur ... – Ég kannast við svona stráka, segir önnur rödd og feimnislegri. Það er strákur á aldur við hann sjálfan sem talar. Hann heldur á stórri bók í fanginu. Hún er skreytt með silfurspennum og augljóslega mjög gömul. – Það er eins og sumir þurfi alltaf að vera að níðast á einhverjum. Þeir voru þannig, strákarnir, sem eltu mig og stríddu mér. En þeir sáu svo sannarlega eftir því ... – Þetta er hann Bastían úr Sögunni endalausu, segir Oliver. – Þú skalt endilega lesa hana ef þú ert ekki búinn að því. En það er varla hægt að búast við að þú hittir neina dreka eins og hann gerði ... – Nei, varla, ansar hann og brosir. – Varla nornir og varla dreka. – Það getur nú samt verið gott að lesa um það, segir Bastían. – Ekki bara drekana og nornirnar, sko, heldur að það séu til aðrir sem líður eins og manni líður sjálfum. Hann kinkar kolli. Það er nokkuð til í þessu. – Einmitt, segir Oliver. – Mér finnst til dæmis merkilegt að hitta sögupersónur sem eru frá allt öðrum tíma en ég og frá öðrum löndum en skilja samt alveg hvernig það er að vera aleinn og eiga engan að ... – Er þín saga svoleiðis? Ég var varla byrjaður neitt á henni, mér fannst hún líka svolítið gamaldags og erfið ...
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=