Smátímasögur - Fyrir þig

30 – Að sjálfsögðu. En ekki nema þær telji sig vera alveg öruggar. Það getur verið erfitt hjá þeim sem búa hjá fólki sem les á nóttunni, þeir vesalingar eiga aldrei frí! – En viljið þið ekki vera í ykkar eigin sögu? – Jú, að sjálfsögðu. Að minnsta kosti ef hún endar vel. Þetta er auðvitað ekkert grín fyrir þá sem þurfa alltaf að standa í einhverjum blóðsúthellingum og veseni, þeir þurfa sko stundum hvíld, greyin. En það er gaman fyrir alla að breyta stundum til, skilurðu. Mamma þín og pabbi eru eflaust glöð þegar þau komast í frí og þér finnst heldur ekki slæmt að fá frí í skólanum, er það? Hann hristir höfuðið. Nei, honum finnst svo sannarlega ekki slæmt að komast í frí og losna við að þurfa alltaf að vera hræddur. – Það væri allt í lagi að vera í skólanum ef strákarnir væru þar ekki. Mér finnst alls ekkert leiðinlegt að reikna og lesa og svoleiðis. Og margir krakkarnir eru skemmtilegir. Það eru bara nokkrir sem skemma allt ... – Já, það er ekkert grín með þessa stráka, segir Oliver hugsi. – Hvað skyldi vera hægt að gera til að koma vitinu fyrir þá? – Það mætti kannski henda þeim upp í tré? Hann hrekkur við og lítur upp. Sú sem talar er rauðhærð og freknótt og flétturnar hennar standa beint út í loftið. Lína langsokkur! Hún brosir breitt svo sést í frekjuskarðið á milli tannanna. – Lína mín, hann er ekki jafn sterkur og þú. Og við erum líka á Íslandi, það er ekki svo mikið af trjám hérna í kringum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=