Smátímasögur - Fyrir þig
29 labbið alltaf í ævintýrunum ... en Þyrnirós vill helst dansa alla nóttina. Hún þarf að liggja og sofa í hundrað ár í hvert sinn sem einhver les um hana! – Ég skil. Þegar maður er í fríi vill maður gera eitthvað allt annað en þegar maður er í vinnunni ... Þannig að þú ferð kannski í heimsókn í aðra sögu, eins og til dæmis ... Hann hugsar sig um. Hvert myndi hann sjálfur fara ef hann væri Oliver? Myndi hann sækjast eftir spennu og ævin- týrum, eða vilja bara frið og ró? Hvert myndi hann vilja fara? Út í geim, upp á fjöll, út á haf ? Hann man allt í einu eftir sögu sem pabbi hans las fyrir hann og sér fyrir sér dimm- grænt skógarþykkni, heyrir skrjáfið í laufunum þegar dýrin læðast um ... bæði friðsælt og hættulegt í einu ... – Eins og til dæmis í frumskóginn til Mowglis? – Einmitt! Ég hef reyndar ekki komið þangað ennþá, en það er góð hugmynd, þakka þér fyrir! – En eruð þið ekkert hrædd um að festast í vitlausri sögu? – Það er algjört grundvallaratriði hjá hverri einustu sögu- persónu að vera til staðar þegar lesandi þarf á henni að halda. Heiður okkar er í veði, þú skilur það. Þess vegna leyfum við okkur aldrei að bregða okkur út fyrir okkar eigin bók nema þegar engin hætta er á að nokkur sé á ferli. Hér á bókasafninu erum við nokkuð örugg eftir skólatíma – og við fáum langt frí um jól og páska, svo maður tali nú ekki um sumarfríið. Það er algjör lúxus að búa á skólasafni! – Hvað um bækurnar sem ég á heima? Fara sögupersón- urnar líka út úr þeim?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=