Smátímasögur - Fyrir þig
28 – Nei, þetta eru meinleysisgrey þegar þær eru í fríi ... – Í fríi? Hvernig fríi? – Allt sem er inni í sögunum bíður þar þangað til ein- hver les þær. Allt sem gerist, þú skilur. Bardagarnir og ferða- lögin og ástarævintýrin og hætturnar og stríðnin og prakk- arastrikin og þrautirnar ... allt þetta. Sögupersónurnar þurfa að ganga í gegnum þetta allt saman í hvert sinn sem einhver les um það. Þannig að þegar þær eru í fríi, þegar enginn er að lesa bókina og enginn sér til, þá langar þær að fara í einhverjar aðrar sögur, gera eitthvað allt annað ... – Eins og hvað? – Ja, það er svo margt ... stjúpa hennar Mjallhvítar liggur til dæmis mikið í matreiðslubókunum. Eplabökuuppskriftir eru hrein ástríða hjá henni. Nú, persónur úr sögum þar sem kuldi ríkir sækja mikið í sögur sem gerast í heitum löndum. Það er alltaf krökkt af jólasveinum á hitabeltiseyjunni hans Róbinsons Krúsó og Snædrottningin er þar líka oft í sól- baði, hún er alltaf gegnfrosin eftir hvern lestur, greyið ... Flestir sækjast eftir tilbreytingu – Búkolla og strákurinn vilja til dæmis hreyfa sig sem allra minnst eftir alla gönguna í sögunni. Þannig er það reyndar með flestar ævintýra- persónur, það er nú meira
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=