Smátímasögur - Fyrir þig
27 – Eru þeir hrekkjusvín? – Ha? – Krakkar sem eru alltaf að stríða og hrekkja; hrekkjusvín, stríðnispúkar, pörupiltar, vandræðapésar, hrekkjalómar – þú veist! Hann hefur heyrt sum þessara orða áður, en ekki öll. Skrýt- ið að það skuli vera til svona mörg orð yfir það sem hann er vanur að hugsa bara um sem „þá“ eða „strákana“. Nú sér hann þá fyrir sér með svínstrýni og litlar, krullaðar rófur og glottir svolítið innan í sér. Gott orð, hrekkjusvín. En Oliver heldur áfram: – Þannig var þetta líka hjá honum Gúmmí‐Tarsan, ég man það ... Hann var alltaf að reyna að komast undan þeim sem stríddu honum. Þekkirðu hann ekki? – Gúmmí‐Tarsan? Nei ... Tókst honum það? Að komast undan? – Jaaa ... það var norn sem hjálpaði honum við að hefna sín á stríðnispúkunum, ef mig minnir rétt. Það eru víst ekki miklar líkur á að þú hittir norn. Nema þá auðvitað hér inni, hér er sko nóg af þeim ... – Nóg af nornum? – Já, biddu fyrir þér – nornum og tröllum og skrímslum og drekum, alls konar ófreskjum! Hann sér útundan sér hvernig skuggar líða um milli bóka- hillnanna. Er þetta kannski drekasporður sem glittir í þarna lengst inni í horninu? – Ertu ekkert hræddur við þær?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=