Smátímasögur - Fyrir þig
26 inni á milli bókaskápanna, er líka eins og eitthvað hreyfist, dimmir skuggar á iði ... Er draugagangur á bókasafninu? Hann fær hjartslátt og grúfir sig lengra niður í púðahrúguna. – Ekki vera hræddur! Röddin er ung og skær og blíðleg. Það er ekkert ógnvænlegt við hana og hann kíkir undan púðanum á skuggaveruna sem færist nú ofurlítið nær.Þetta er strákur á aldur við hann sjálfan, en hann er undarlega klæddur. Einhvern veginn gamal- dags. Forvitnin verður hræðslunni yfirsterkari og hann sest upp. Strákurinn er síðhærður og bjartleitur, klæddur í tötra- lega skyrtu og buxur sem ná bara rétt niður fyrir hné og hann er berfættur. – Hver ert þú? – Ég heiti Oliver! Ég hélt að þú værir steinsofnaður, svo ég hætti mér út! – Hvernig út? Oliver tekur upp bókina sem hann missti á gólfið þegar hann fór að dotta og réttir honum hana. Oliver Twist stendur á henni. Hann hafði bara gripið þessa bók af handahófi úr einni hillunni og var rétt byrjaður að lesa fyrstu síðuna þegar hann varð svona skrýtinn í augunum. – Ert þú hann? Oliver? Ertu sá sem bókin er um? Strákur- inn kinkar kolli en spyr síðan: – En hvers vegna ert þú hérna inni? Það er búið að loka bókasafninu! – Strákarnir. Þeir voru að elta mig.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=