Smátímasögur - Fyrir þig

25 Bjallan hringir með skerandi hljóm. Hann heyrir umgang, raddir, hurðaskelli. Hann lætur sig síga hægt niður á gólfið með bakið upp við vegginn. Á hann að berja á dyrnar og kalla á hjálp? Þá yrði honum nú fyrst strítt alveg svakalega, ef það þyrfti að bjarga honum út af bókasafninu. Krakkarnir myndu aldrei hætta að hlæja að honum. Það er skárra að bíða bara þangað til síðasti tíminn er búinn. Siggi húsvörður hlýtur að heyra í honum ef hann kallar á hjálp eftir að krakkarnir eru farnir heim. Hann andvarpar og lítur í kringum sig. Þetta verður örugg- lega nokkuð löng bið og það er hart að sitja á gólfinu. Ætli það sé ekki betra að koma sér þægilega fyrir í söguhorninu þar sem litlu krakkarnir sitja þegar lesið er fyrir þau. Og svo getur hann auðvitað kíkt í einhverja bók á meðan hann bíður, nóg er nú af þeim hérna ... Hann teygir sig eftir bók og leggst í púðahrúguna. Það er þægilegt að liggja þarna, en hann á erfitt með að sjá til að lesa í rökkrinu. Hann þorir ekki að kveikja ljósið, það myndi sjást á uppljómuðum gluggunum að einhver væri inni á safninu. Hann rýnir í letrið, en verður fljótt þreyttur í augunum. Staf- irnir dansa á síðunni, renna saman og leysast aftur upp. Það er eins og augun séu full af sandi og hann nuddar augnlokin með hnúunum ... En hvað er þetta? Það er eins og eitthvað hreyfist þarna í rökkrinu! Hann er ekki einn hérna inni! Það stendur einhver spölkorn fyrir framan hann, einhver dökkleit vera. Og þarna,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=