Smátímasögur - Fyrir þig

24 – Uuuu ... ég átti að sækja soldið á bókasafnið ... – Allt í lagi, flýttu þér þá, safnið er að loka. Hann kinkar kolli og gengur hratt eftir ganginum í átt að bókasafninu. Hann ætlaði alls ekki þangað. Hann ætlaði að laumast inn í litla kompu við sama gang þar sem gömul kort og bækur eru geymdar. Hún er oft ólæst og hann felur sig stundum þar í frímínútum. En nú er hann kominn framhjá kompudyrunum og hann verður að halda áfram ef ske kynni að skólastjórinn væri að horfa á eftir honum. Guðrún á bókasafninu stendur í dyrunum með fangið fullt af dóti og lyklakippu í hendinni þegar hann kemur að bóka- safninu. Hún tekur ekkert eftir honum á meðan hún reynir að koma lyklinum í skrána án þess að missa allt dótið. Svo hrekkur allt í einu upp úr henni orð sem kennarar mega aldrei segja og hún fer aftur inn. Hún hefur gleymt einhverju. Ein- mitt þá heyrir hann í strákunum.Þeir eru að koma fyrir hornið á ganginum. Hann smeygir sér inn fyrir dyrnar á bókasafninu og stingur sér á bak við næstu bókahillu. Guðrún sér hann ekki. Hún er búin að bæta enn fleiri bókum ofan á staflann og þarf að nota hökuna til að halda honum föstum meðan hún slekkur ljósin, lokar og læsir. Hann bíður þangað til hann er alveg viss um að Guðrún hafi ekki gleymt neinu öðru og læðist þá að dyrunum og hlustar. Það er enginn fyrir utan. Hann tekur í hurðarhúninn, en ekkert gerist. Dyrnar eru læstar og það er ekki hægt að opna þær innan frá nema með lykli. Hann er læstur inni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=