Smátímasögur - Fyrir þig
21 verkefni SÖGURÝNI 1. Lakkrísinn var geymdur í sokkaskúffu á heimili Silju. Er þá hægt að segja að hún hafi verið að stela? 2. Um miðbik sögunnar er Silja mjög hrifin af Baldri en í lokin eru hún og Stebbi orðin kærustupar. Hvernig breytast skoðanir hennar á þessum tveimur drengjum í sögunni. Nefnið dæmi. 3. Þegar Silja prumpar bregðast sessunautar hennar ókvæða við. Hvernig hefðuð þið brugðist við? Hvernig er viðeigandi að bregðast við í slíkum aðstæðum? 4. Hvað gerir Stebba að góðum vini? Nefnið a.m.k. tvö atriði. VANGAVELTUR Takið afstöðu og færið rök fyrir skoðun ykkar. 5. Er stundum í lagi að stela? 6. Er viðeigandi að prumpa á almannafæri? ÁSKORUN Veldu þér verkefni. • Leikritun: Skrifaðu stuttan leikþátt. Persónur eru Ása og Tara, þar sem þær sitja á jólaskemmtuninni og fylgjast með Silju á fremsta bekk við hlið Baldurs. • Brandarasmiður: Kannt þú prumpubrandara? Eða hefur þú upplifað álíka atvik og sagt er frá í sögunni Lakkrís eða Glæpur og refsing? Búðu til prumpubrandara eða segðu stuttlega frá skondnu atviki þar sem prump kemur við sögu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=