Smátímasögur - Fyrir þig
20 blómakassanum. Ég hljóp snöktandi af stað út úr salnum og teymdi Stebba á eftir mér. „Áfram með þetta skemmtikvöld!“ kallaði hann fyrir aftan mig um leið og ég opnaði dyrnar. Þegar þær lokuðust á eftir okkur heyrði ég klapp og fagnaðarlæti breiðast um salinn. „Takk, Stebbi,“ sagði ég lágt og leit á hann um leið og ég þurrkaði tárin með fingrunum. Þeir urðu kolbrúnir. Máln- ingin hafði lekið með tárunum. Ég hlaut að líta fáránlega út. Ég ætlaði aldrei aftur að stela málningu frá mömmu. Stebbi þurrkaði varlega brúna tauma af kinninni á mér og brosti sínu fegursta. Nú kom það. Nú kom augnablikið sem ég talaði um áðan. Augnablikið þegar maður fattar að maður er skotin í einhverjum. Og hann fattaði að ég fattaði. Hann hallaði sér að mér og gerði stút á varirnar. „Rólegur!“ sagði ég. „Við erum ekkert að fara að kyssast! Við erum bara tólf ára, sko.“ Hann varð fáránlega vandræðalegur. „En við getum samt alveg verið kærustupar!“ sagði ég lágt og eins og því til staðfestingar prumpaði ég hágæða prumpi með hljóði og öllu. „Úps! Það er að segja ef þér er sama um prumpið,“ sagði ég og skammaðist mín ekki neitt því að Stebbi bara skellihló og sagði: „Já, mér er alveg sama. Þú ert ekki bara prinsessa og pró- fessor heldur líka prumpukerling!“ Svo fylgdi ég honum heim, þessari elsku, því hann er svo myrkfælinn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=