Smátímasögur - Fyrir þig
19 komst ekki af stað. Ég sat föst í blómakassanum. Ég baðaði út öllum öngum og var bara eins og afvelta könguló. Ég heyrði hvernig flissið byrjaði. Enginn var að horfa á sviðið. Allir voru að horfa á mig og hlæja að mér. Leikararnir líka. Þá var kallað: „Þetta var ég!“ Allir litu á þann sem hafði hrópað. Stebbi stóð uppi á stólnum sínum og kallaði aftur, skælbrosandi svo að fallegu kanínutennurnar hans blöstu við í öllu sínu veldi. „Það var ég sem prumpaði!“ hrópaði hann og brölti svo yfir stólaraðirnar í áttina til mín. „Nei, það var hún,“ sagði litli grallaraspóinn eins og hann héldi að hann væri að leika barnið í Nýju fötin keisarans. Baldur og þeir sem næst okkur sátu tóku undir með honum. Stebbi var kominn á stólinn minn og stóð hátt yfir þeim litla og benti á hann um leið og hann þrumaði: „Nei, það var ég! Togaðu í puttann á mér!“ Hann rétti grallaranum vísifingurinn. Það hefði mátt heyra saumnál detta þegar litli grallaraspóinn teygði sig hægt að puttanum á Stebba. Allir fylgdust með þegar hann greip um vísifingurinn. „Togaðu!“ kallaði Stebbi yfir salinn. Sá litli togaði af öllu afli og eins og fyrir kraftaverk prumpaði Stebbi eins og trompet! Allir fóru að skellihlæja. Sumir klöppuðu. „Sko!“ hrópaði Stebbi eins og hann hefði sigrað í Gettu betur og stökk niður af stólnum. Hann sneri sér að mér, rétti mér höndina og sagði: „Silja, hættu að leika blóm,“ og svo kippti hann mér upp úr
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=