Smátímasögur - Fyrir þig
16 á mig grunsemdaraugum. Ég snöggroðnaði og fann hvernig kaldur sviti spratt út á öllum líkamanum. Þetta var al-svitnun. „Aftur?“ heyrði ég hvíslað fyrir aftan mig. „Nei, þetta var ekki ég. Ég er að segja þér það!“ svaraði sama manneskja og áður. Ég laumaðist til að líta aftur fyrir mig, að dyrunum að salnum sem voru hundrað þúsund kílómetra í burtu. Ég sat í sætinu sem var lengst frá dyrunum. Mig lang- aði að fara að grenja. Mig langaði að hlaupa grenjandi út. En ég ákvað að harka af mér. Það versta hlaut að vera yfirstaðið. Ég ætlaði aldrei að borða lakkrís framar. Nýtt atriði var byrjað. Hvað varð af skólastjóranum? Ingi- björg var að leika sundkennarann og mér fannst hún ekkert fyndin. Það var gott. Ég hvíslaði að Baldri: „Þetta er ekkert rosalega fyndið hjá henni.“ Það var eins og honum sárnaði. „Hún er alltaf að leika sundkennarann heima hjá okkur og það er alltaf alveg hrikalega fyndið.“ „Heima hjá ykkur?“ hváði ég. „Já, hún er systir mín,“ sagði Baldur eins og ég hefði átt að vita það. Ég leit á Ingibjörgu. Og aftur á Baldur. Nei, þau voru ekkert lík. „Við erum tvíburar!“ „Ó…þá finnst mér hún mjög fyndin,“ hvíslaði ég og brosti mjög heillandi svo að það glampaði á teinana á tönnunum. Baldur brosti. Við horfðumst í augu. Þetta var augnablikið. Þetta var akkúrat augnablikið sem maður sér í bíómyndunum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=