Smátímasögur - Fyrir þig
15 sem kom bara þegar hann var búinn að borða lakkrísinn sinn um jólin. Þetta var eiginlega bara jólalyktin á okkar heimili og aðalástæðan fyrir því að mamma bannaði lakkrís heima hjá okkur. Hún sagði að þetta væri ekki prumpulykt heldur eitur- gas sem gæti drepið fólk. Og ég hafði greinilega erft þennan jólailm frá pabba. Sem betur fór byrjaði nýtt atriði og lyktin flögraði á brott. „Það er einhver að freta feitt hérna rétt hjá okkur,“ hvíslaði Baldur glottandi í eyrað á mér. „Já! Fannstu lyktina?“ svaraði ég og sýndi þar með betri leiklistarhæfileika en þessi Ingibjörg. Hún var ekki í næsta atriði sem var um skólastýruna og leiðinlegu ræðurnar sem hún flytur alltaf á samkomum á sal. Það var strákur sem lék hana og salurinn veltist um í hlátrasköllum. Hann var svo fyndinn að í smástund gleymdi ég Baldri og eiturgasinu sem ég hafði reynt að drepa hann með. Og vegna þess hvað það var gaman gat ég ekkert að því gert þegar ég prumpaði enn og aftur. Hljóðlaust en bráðdrepandi. Ég steinhætti að hlæja og gjóaði augunum á Baldur. Ég sá þegar lyktin sló hann í and- litið. Hann gretti sig og leit á gaurinn sem sat við hliðina á honum. Pínulítill fimmtabekkingur, algjör grallaraspói, hætti skyndilega að hlæja þegar lyktin barst til hans. Hann kipptist við og leit á Baldur ásökunaraugum. „Ekki ég,“ hvíslaði Baldur og lyfti lófunum.Grallaraspóinn hallaði sér fram og leit á mig. Ég leit snöggt undan og þóttist vera að horfa á atriðið á sviðinu. Ég fann hvernig Baldur leit
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=