Smátímasögur - Fyrir þig
14 Kannski af því að ég hafði frussað framan í hann. Eða … af því að honum leist vel á mig. Ég strauk hendinni í gegnum hárið og leit á sviðið og hló meira. Baldur horfði enn á mig. Þetta var að virka. En þá gerðist það. Þá gerðist það sem þessi saga er eigin- lega um. Ég fékk sáran sting í magann og fann allt í einu að ég þurfti að hérna … oh, ég get varla sagt það upphátt … ókei, ég þurfti sem sagt að prumpa. Ég stífnaði upp. Ég mátti alls ekki prumpa. Ekki fyrir framan Baldur. Ekki misskilja mig. Ég prumpa aldrei fyrir framan annað fólk en það var sérstak- lega mikilvægt að ég myndi ekki prumpa á meðan ég sæti hjá Baldri, loksins þegar hann var búinn að taka eftir mér. Ég gat hins vegar ekki streist á móti. Ég bara VARÐ að losa gas. Ég lokaði augunum og einbeitti mér að því að gera þetta varlega. Ég fann að prumpið lak hljóðlaust frá mér. Guði sé lof. Hættunni afstýrt. Ég opnaði augun og leit á sviðið. Allur salurinn hló og ég reyndi að taka undir. Við það missti ég einbeitinguna og prumpaði enn meira, nú með smá hljóði. Sem betur fór heyrði það enginn því nú klöppuðu allir fyrir atriðinu um tíundabekkingana sem var að ljúka. Kynnirinn gekk inn á sviðið og klappið dó út. „Varstu að prumpa?“ heyrði ég hvíslað fyrir aftan mig. Ég sperrti eyrun. „Neits, sá á lykt sem finnur,“ var svarað. Þá fann ég lyktina. Og ég þekkti þessa lykt. Þetta var prumpulyktin hans pabba
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=