Smátímasögur - Fyrir þig

150 verkefni SÖGURÝNI 1. Hvernig væri ástand sorpmála ef ekki væru til endurvinnslu- stöðvar? 2. Þórður beitti sér gegn því að foreldrar hans fengju sér bláa tunnu undir pappírinn. Hvað merkir feitletraða orðasambandið? Hvað vakti fyrir Þórði? 3. Hvers konar bók var Blöndukúturinn? 4. Hvað er nytjagámur? 5. Hvað er það sem Þórði þykir vera ósiðlegt, nánast glæpsamlegt? 6. Þórður varð fyrir vonbrigðum með Blöndukútinn en afa hans þótti bókin mikil gersemi. Hvað var það sem í augum afans var ómetanlegt? VANGAVELTUR Takið afstöðu og færið rök fyrir skoðun ykkar. 7. Er nauðsynlegt að flokka sorp? 8. Getur rusl verið verðmætt? ÁSKORUN Veldu þér verkefni. • Káputexti: Þú ert káputextasmiður hjá bókaforlagi og hefur fengið það verkefni að semja stuttan kynningar- eða káputexta fyrir smásöguna Blöndukútinn. Um hvað fjallar sagan í örstuttu máli? • Ímyndunarafl: Þú ert stödd/staddur á endurvinnslustöð. Þú gengur fram hjá nytjagámi og rekur augun í skringilegan hlut. Þú stenst ekki mátið og skoðar hann nánar. Settu saman stutta frásögn. Hvaða hlutur er þetta?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=