Smátímasögur - Fyrir þig
149 eftir að það fór í sorpið. Nei, ég meina það, Þórður minn, það er alveg óþarfi að láta eins og þetta hafi verið milljónatjón, Guðbrandsbiblía eða eitthvað svoleiðis. Afi var sestur við borðið. – Sæll, Þórður minn. Þetta var Blöndukúturinn sem ég átti komplett. Heill árgangur farinn. 68. Tjón sem aldrei verður bætt. Málið snýst ekki um verðmæti í merkingunni peningar, heldur er það tilfinningagildið. Ég erfði þetta frá pabba, hann batt það sjálfur í skinn. Ritstjórinn var besti vinur hans og pabbi var nátengdur þessu riti þó það hafi kannski ekki verið merkilegt. Hann las prófarkir og sá um brandaraþáttinn, smælkið, í meira en þrjátíu ár ... Þórður hjólaði hratt á heimleiðinni. Hann hlakkaði til að geta sagt foreldrum sínum að hann væri búinn að leysa málið með afmælisgjöfina handa afa.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=