Smátímasögur - Fyrir þig

148 Það tók hann ekki nema rúmar tíu mínútur að hjóla heim til afa og ömmu. Amma hans kom til dyra, bauð hann vel- kominn, faðmaði hann og sagði honum að koma og tylla sér inni í eldhúsi. Hún hellti djúsi í glas handa honum, tók fram ýmislegt góðgæti úr fríhöfninni, sturtaði því í skálar og raðaði þeim fyrir framan hann. – Er afi inni hjá sér? – Já, heldurðu það sé nú, hann er bara inni á kontór eitt- hvað að súrmúla. Það er ekki að sjá að hann sé nýkominn úr sólarlandaferð. – Hva, er hann eitthvað fúll? – Æjá, ekki var hann fyrr kominn inn úr dyrunum en hann fór að fjasa og þusa út af einhverju rusli, einhverjum meintum verðmætum, sem veslings Guðný virðist hafa fleygt þegar hún kom að þrífa meðan við vorum í burtu. Ég hélt hann ætlaði að drepa hana þegar hún leit við hérna í dag. Ég efast um að hún vilji halda áfram hjá okkur. – Hvaða rusl var þetta? spurði Þórður. – Æ, eitthvert eldgamalt sorprit sem hann hafði ekki haft rænu á að halda nógu fjarri dagblaðabunkanum. Hann átti alveg að vita hvað hún Guðný getur stundum verið rösk. En afi hans var kominn á kreik. Hann hafði heyrt þetta síðasta og stóð nú í eldhúsdyrunum þungbúinn á svip. – Sorprit? sagði hann. – Já, svona blöð voru kölluð sorprit þegar ég var að alast upp og allavega er það orðið það núna, sagði amma hlæjandi,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=