Smátímasögur - Fyrir þig

13 að ég sé bara sætari með þær en án þeirra og ég hafði trúað honum alveg þangað til núna. Allt í einu langaði mig aftur til vina minna en ég gat ekki bara staðið upp og farið. „Af hverju ert þú hérna?“ spurði ég kæruleysislega og leit upp á sviðið þar sem kynnirinn gekk að hljóðnemanum. Baldur hallaði sér að mér og hvíslaði: „Ég kom bara til að horfa á Ingibjörgu.“ Það var þá rétt hjá Stebba. Hann átti kærustu. Oh! En fyrst ég var komin alla þessa leið ákvað ég að gefast ekki upp án baráttu. Fyrst ég gat stolið bæði lakkrís og málningardóti þá gat ég alveg stolið eins og einum kærasta. Ég sléttaði pilsið mitt og leit upp á svið þar sem kynnirinn var að segja frá fyrsta atriðinu. Ljósin breyttust og fjórir krakkar úr áttunda bekk léku tíundabekkinga í frímínútum. Það var ógeðslega fyndið og þau léku ótrúlega vel. Sérstaklega fór ein stelpan á kostum sem geggjuð gelgja sem var að farast úr unglingaveiki og píustælum. Ég hallaði mér að Baldri og hvíslaði: „Þessi með tyggjóið er ógeðslega fyndin.“ „Já, það er Ingibjörg!“ hvíslaði hann brosandi og svolítið glaður yfir því að ég skyldi vera að hrósa kærustunni hans. Aftur fékk ég sting í magann. Ég varð að finna upp á ein- hverju. Ég varð að vera fyndnari en þessi Ingibjörg. Næst þegar hún sagði eitthvað fyndið hló ég óeðlilega hátt. Baldur leit svolítið hissa á mig og ég sagði frussandi af hlátri: „Hún er ógeðslega fyndin, sko!“ Hann hnyklaði brýnnar og horfði rannsakandi á mig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=