Smátímasögur - Fyrir þig
146 – Ég skal hugsa upp eitthvað, sagði hann, kvaddi svo og skellti bílhurðinni. Hann var einn heima. Eldri systkini hans í skóla og foreldr- arnir í vinnu. Hann fór beint inn í eldhús og lagði bókina stóru á borðið, ristaði sér tvær brauðsneiðar og smurði þær með marmelaði, hellti djúsi í glas, settist síðan og byrjaði að skoða bókina um leið og hann maulaði brauðið og drakk djúsinn. Hann varð strax fyrir vonbrigðum með bókina, innihaldið stóð ekki beinlínis undir væntingum. Þetta var eldgamall árgangur af einhverju tímariti sem hét Blöndukúturinn og virtist nú ekki vera neitt sérlega merkilegt þrátt fyrir leðurband og gyllingu. Hann blaðaði fram og aftur á nokkrum stöðum. Mest voru þetta þýddar sögur og frásagnir af svaðilförum og glæpum, svokölluð sérkennileg sakamál, sum vægast sagt afar sérkennileg, en inn á milli ýmislegt sem helst minnti á þjóð- legan fróðleik, með yfirskriftinni Íslensk frásögn, endalaus raunarolla um mannraunir og hrakninga. En svo voru líka sérstakar brandarasíður, smælki var það kallað, líklega dregið af sögninni að smæla. Það lofaði góðu en honum stökk svo reyndar ekki einu sinni bros þó hann læsi nokkra af þessum meintu bröndurum. Þeir voru allir frekar ömurlegir, nákvæm- lega ekkert fyndnir, og það sem verra var að oftast var ekki einu sinni nokkur leið að sjá hvað það var sem ætlast var til að væri fyndið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=