Smátímasögur - Fyrir þig

145 – Jæja, þau eru komin, gömlu hjónin, sagði mamma hans um leið og hún renndi af stað. Allt samkvæmt áætlun, komu einhvern tíma í nótt. Hún bað að heilsa. – Var hún ekki hress? – Jú, alveg eldhress eins og venjulega. Endurnærð eftir ferðina. En afi þinn var eitthvað fúll hélt hún. Ég veit ekki hvað það er. – Fúll? Það var skrýtið. Hann er nú vanur að vera svo hress eftir þessar ferðir. Hvað kallar hann það? Forlyftur. Áfram alveg í skýjunum þó hann sé löngu lentur. Tönnlast alltaf á þessu: „Hvað er betra en sólarsýn?“ – Já, það er rétt, sagði mamma hans: „Hún vermir, hún skín og hýrt gleður mann. Þannig er það víst á Kanarí.“ Þú ættir annars að skreppa sem fyrst og heilsa upp á þau.Honum finnst nú aldrei verra þegar þú kemur. Þú hlýtur að geta porrað hann upp ef hann er eitthvað daufur ... Þau voru komin heim. Mamma hans stansaði framan við innkeyrsluna og sagði um leið og hann steig út úr bílnum: – Svo er auðvitað afmælið hans ekki á morgun heldur hinn. Geturðu ekki hjálpað okkur og látið þér detta í hug eitthvað snjallt að gefa honum? Þú ert nú svo sniðugur með svoleiðis. Kannski reynirðu líka að njósna eftir því hjá ömmu þinni hvort hann vantar eitthvað sérstakt. Við erum alveg í standandi vandræðum með þetta eins og venjulega. – Hann vantar nú yfirleitt aldrei það sem hún telur að hann vanti, sagði Þórður. Hann var kominn út úr bílnum, opnaði afturdyrnar og tók samanbrotinn pokann þaðan.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=