Smátímasögur - Fyrir þig

144 yfir í nytjagáminn. Hún færi þá í Góða hirðinn og þar með hefði hann slegið tvær flugur í einu höggi: Fátækur bóka- maður gæti höndlað hamingjuna og komist í feitt fyrir lítinn pening sem rynni síðan til góðra málefna. Í Góða hirðinum kenndi margra grasa og ef þau seldust öll mætti svo sannar- lega vona að margt smátt gerði eitt stórt. Þetta hlaut að vera í lagi þó auðvitað væri stranglega bannað að hirða neitt úr gámunum á svæðinu. Það samsvaraði eigin- lega því að stela. En með því að taka þessa flottu bók var hann ekki að hirða nein verðmæti handa sjálfum sér heldur bara að koma þeim á réttan stað. Í raun væri hann sjálfur þar með orðinn góður hirðir. Hann vildi samt ekki láta neitt bera á því að hann hefði tekið eitthvað úr gáminum. Það gat leitt af sér grunsemdir og óþarfa spurningar sem best var að sleppa við. Mamma hans var heldur ekki hrifin af því að neitt væri hirt úr ruslinu. Hann tók því svarta pokann og vafði honum utan um bókina og lagði svo af stað með feng sinn niður þrepin. En nú var mamma hans því miður hætt í símanum, hann vissi að hún var tímabundin, þurfti að flýta sér í vinnuna, komast á fund. Enda var hún búin að starta bílnum, hún horfði óþolinmóð um öxl og benti Þórði að drífa sig, allt hafði þetta tekið mun lengri tíma en venjulega. Það var dálítill spölur yfir í nytjagáminn svo hann sá að hann kæmist ekki þangað að þessu sinni. Hann gekk að bílnum, smeygði pokanum með bókinni inn á gólfið fyrir framan aftursætið og settist svo sjálfur fram í.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=