Smátímasögur - Fyrir þig
142 engar athugasemdir, las á miðann þar sem Þórður hafði skráð tölurnar, pikkaði þær á vasareikni, tók svo við debetkortinu og straujaði samviskusamlega inn á það niðurstöðuna, 2325 krónur, sem stemmdi við útreikninga Þórðar, 155 stykki sinn- um 15 krónur, það var nýbúið að hækka gjaldið um krónu. Sú upphæð rynni þar með rakleitt á ferðareikninginn sem hann var að safna inn á fyrir lúðrasveitarferðalagið næsta sumar. Mamma hans var enn í símanum þegar hann kom til baka að bílnum. Ferðasagan hjá ömmu virtist vera í nokkuð mörg- um köflum að þessu sinni svo Þórður opnaði afturdyrnar vinstra megin og kippti svarta plastpokanum út fyrir. Hann var talsvert þungur, það var ekkert auðvelt að rogast með hann upp þrepin að pappírsgámnum: PAPPÍR OG SLÉTTUR PAPPI stóð á skiltinu. Gámurinn var að verða fullur, yfir- borðið komið alveg upp undir lúgurnar. Hann lyfti pokanum upp í gatið, tók undir botninn og byrjaði að hella úr honum. Hann var fljótur að tæma þennan stóra svarta plastpoka sem hafði verið alveg troðinn af dagblöðum og auglýsingabækl- ingum, mjólkurfernum og hverskyns pappaumbúðum. Þó ekki bylgjupappa, það var önnur deild. Hann hristi pokann vandlega til að ná síðustu bleðlunum úr honum og ætlaði svo að brjóta hann saman. Það var þá sem hann tók eftir þessari stóru og fallegu bók sem eiginlega flaut þarna svona líka tignarlega ofan á pappírs- hafinu dálítið innar og til hliðar í gáminum. Hann sá ekki betur en hún væri í fínu leðurbandi og það voru gylltir stafir á
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=