Smátímasögur - Fyrir þig

141 að svo margar áldósir kæmust í poka, það gæti varla verið. Hann sagðist verða að telja upp úr pokanum. Þá varð nokkur kurr í biðröðinni og fólk leit á klukkur, síðan hvað á annað og hristi hausa. En svo kom strax í ljós við nánari athugun að kerlingargreyið hafði bara pressað dósirnar og plastið svona vel saman í pokana sína tvo. Sem auðvitað var lofsvert, sparaði vinnu og pláss fyrir Sorpuliðið og hlaut að vera umhverfis- vænt á allan hátt. – Af hverju getið þið ekki bara vigtað pokana, sagði konan, í staðinn fyrir að vantreysta heiðvirðu fólki? Þá gætuð þið sparað ykkur svona dylgjur og aðdróttanir og sloppið við tafir. Sonur minn er í kraftlyftingum og hann sér um að kremja þetta fyrir mig. Fer létt með það. Ég get sagt þér að hann krumpar dósirnar saman í annarri hendi, bara eins og hann væri að kuðla saman snýtubréfi. Og plastflöskurnar vindur hann nú hreinlega eins og tuskur, snýr þær úr hálsliðnum og kurlar þær í lófunum. Á ég kannski að senda hann hingað til að heilsa þér með handabandi? – Nei takk, sagði maðurinn, og Þórður fór að velta því fyrir sér hvort sonurinn væri ef til vill handrukkari. En það gat eiginlega varla verið því þau fóru bæði að hlæja. Eins og þetta væri bara eitthvert grín. En svo var röðin komin að honum og allt gekk greiðlega fyrir sig. Hann var með sjötíu og eina plast, fimmtíu og þrjár ál og þrjátíu og eina gler, plastið og álið vel pressað, þó ekki eins vel og hjá syni konunnar. Afgreiðslumaðurinn gerði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=