Smátímasögur - Fyrir þig

140 öskuhaugum sem smátt og smátt myndu ná yfir allt landið. Mamma hans hafði stöðvað bílinn hjá pappírsgáminum. Hún ætlaði að sjá um pokann með öllum dagblöðunum, bæklingunum og pakkningadraslinu, mjólkurumbúðunum og því öllu meðan hann færi með flöskur og dósir sem hann hafði safnað. Foreldrarnir höfðu talað um að fá sér bláa tunnu undir blöð og pappa en Þórður hafði beitt sér gegn því, svo það var ákveðið að þau héldu frekar áfram að safna papp- írnum sjálf í poka eins og þau höfðu gert árum saman. Hann vissi að ferðum í Sorpu myndi fækka ef bláa tunnan kæmi og það vildi hann síst af öllu. Helst hefði hann viljað koma á hverjum degi. Hann gekk aftur fyrir bílinn, opnaði skottið og lyfti þaðan pokunum þremur: plast, ál og gler. Það var mest af plastinu en glerpokinn var samt þyngstur. Pokinn með blöðunum og pappanum var í aftursætinu en áður en mamma hans náði að stíga út úr bílnum og opna afturdyrnar til að taka hann þaðan hringdi síminn hennar og hún festist. Þórður heyrði að þetta var amma hans, þannig að þau gömlu voru greinilega komin heim frá Kanarí heilu og höldnu. Hann dröslaði pokunum yfir að flösku- og dósamóttök- unni. Þar var talsverð bið, það voru nokkrir í röðinni á undan honum og sumir með allmarga poka og bústna. Svo varð vesen með eina konu, afgreiðslumaðurinn virtist ekki treysta talningunni hjá henni, byrjaði eitthvað að fjasa og þusa. Hann hefði aldrei nokkurntíma á öllum sínum ferli vitað til þess

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=