Smátímasögur - Fyrir þig

139 Blöndukútur í Sorpu ÞÓRARINN ELDJÁRN Fátt fannst Þórði skemmtilegra en að koma í Sorpu. Þar var alltaf svo mikið um að vera, fólk að koma og fara, allir á sífelldum þönum og á bólakafi í því að gera gagn. Safna saman og ganga frá allskyns sorpi og úrgangi sem annars hefði orðið til að spilla umhverfinu. Koma í nytjagám hlutum sem ekki var lengur þörf fyrir þannig að þeir nýttust einhverjum öðrum. Svo voru öll fötin og skórnir. Það var líka eitthvað svo uppbyggilegt við það að sjá timbur og járn safnast í sína gáma tilbúið til endurnýtingar. Eða þá garðaúrganginn allan, gras, lauf og trjágreinar, mold og drullu sem allt beið þess að fá að verða að gróðri á ný á örfoka svæðum. Jólatrjáahaugurinn var himinhár í janúar, allt yrði það kurlað og kæmi til með að nýtast í trjábeð og göngustíga víðsvegar um landið. Á öðrum stöðum mátti sjá uppgjafa þvottavélar, þurrkara, ísskápa og eldavélar hlaðast upp. Að ógleymdum öllum tölvuskjáunum sem fylltu sérstakan gám. Svo voru það rafgeymar og batterí og málning og allskonar baneitruð spilliefni. Ef ekki væri fyrir Sorpu hefði þetta allt saman endað einhvers staðar í náttúrunni: Beint úti í hrauni eða í sjónum eða á risavöxnum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=