Smátímasögur - Fyrir þig

12 „Hva, hvað er hann að gera hér?“ spurði Ása og hélt áfram yfir sig hneyksluð: „Hann er í áttunda bekk! Áttundabekk- ingar eiga ekki að vera að horfa. Þeir eiga bara að vera að skemmta.“ „Róleg, Ása, viltu ekki bara reka hann heim?“ hvíslaði Tara brosandi. „Hann er örugglega með Ingibjörgu, hún er að leika í skemmtiatriðunum,“ sagði Stebbi og hljómaði fúll. Hver var þessi Ingibjörg? Átti Baldur kærustu? Oh, gat skeð. Þá sá ég að það var laust sæti við hliðina á Baldri, alveg úti á enda við gluggana. Án þess að hugsa mig um tvisvar var ég staðin á fætur og búin að troða mér og klofa yfir stólana þangað til ég var komin á fremsta bekk og sest í sætið við hliðina á Baldri. Ég lét sem ég heyrði ekki í vinum mínum hvísla og hvæsa á eftir mér: „Hvað ertu gera?“ og „Sittu hjá okkur!“ og „Ertu orðin alveg snar?“ „Hæ!“ sagði ég og leit á Baldur um leið og ég kastaði til hárinu og reyndi að brosa fullorðinslega. „Hæ!“ sagði hann og leit brosandi á mig. Gu-vuð minn gó-ður! Hann var fáránlega sætur. Ný-jólaklipptur og með fullkomnar tennur sem voru hvítari en hvítasti jólasnjór. Ég fékk þvílíkan sting í magann. Það þýddi bara eitt: ég var pott- þétt að verða ástfangin. Ég gat ekki hætt að horfa á Baldur þó að hann væri hættur að horfa á mig. Þá mundi ég eftir spöngunum og leit undan. Ég er sko með spangir. Pabbi segir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=