Smátímasögur - Fyrir þig

137 verkefni SÖGURÝNI 1. Um hvað fjallar sagan í stuttu máli? 2. Hvað er hægt að læra af þessari sögu? 3. Í sögunni eru aðalpersónur og aukapersónur. Hverjir eru hvað? 4. Mamma Knúts hvetur hann til að eyða deginum í tölvunni. Af hverju? 5. Hvaða þema ákveða krakkarnir að hafa á hverfishátíðinni? Hvernig hljómar skemmtidagskráin í ykkar eyrum? Mynduð þið mæta? Af hverju?/Af hverju ekki? 6. Skoðið orðin: Maríutásur, bólstraský, fyrirmenni, bylmingshögg, að haska sér. Hvað merkja þessi orð? VANGAVELTUR Takið afstöðu og færið rök fyrir skoðun ykkar. 7. Er Anna Klara góður félagsskapur? 8. Hefði Knútur heldur átt að eyða deginum í tölvunni? ÁSKORUN Veldu þér verkefni. • Auglýsing: Þér hefur verið falið að skipuleggja hverfishátíð. Gerðu auglýsingu þar sem fram kemur allt um veitingar, skemmtidagskrá, staðsetningu og tíma. • Dagbókarskrif: Forsetinn kemur heim eftir hverfishátíðina og sest niður við að skrifa í dagbókina sína. Settu þig í hans spor og lýstu viðburðaríkum degi forsetans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=