Smátímasögur - Fyrir þig

136 „Þetta tókst mjöööög vel,“ sagði Knútur við Önnu Klöru sem kinkaði kolli. „Sammála! Það verður líka að vera gaman því annars er svo leiðinlegt,“ sagði hún. Þegar mamma kom heim gátu þau bæði haldið þremur boltum á lofti í einu. Einn vasi var reyndar brotinn. Hann hafði verið gjöf frá frænku mömmu sem henni hafði alltaf fundist svo leiðinleg að hún kallaði hana alltaf Frænkenstein. Það kom Knúti því verulega á óvart hvað mömmu þótti skyndilega vænt um þennan vasa. „Hún jafnar sig,“ hvíslaði Anna Klara að Knúti alltaf jafnáhyggjulaus. „Næsta ár verðum við á Tenerife allt sumarið,“ sagði mamma og sópaði upp brotin. Knúti var alveg sama.Hann ætlaði að halda hverfishátíðina aftur og auðvitað með henni Önnu. Hann vissi sem var að það er ekkert jafndásamlegt og að eiga vinkonu sem teymir mann stanslaust út í vitleysu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=