Smátímasögur - Fyrir þig

135 Þá svaraði Diddi: „Þú braust rúðu í skúrnum mínum. Ég vildi ekki að þú gerðir einhvern óskunda hér á hverfishátíð- inni. Ég varaði krakkana við þér en nú veit ég að forsetinn hefði getað kafnað þarna inni ef þú hefðir ekki einmitt brotið þessa rúðu.“ „Já, ég henti óvart bolta í gegnum rúðuna. Fyrirgefðu!“ sagði Uggi. „Mig hefur alltaf langað til að geta hent þremur boltum upp í loft í einu og gripið. Ég var að æfa mig upp við bílskúrinn þinn þegar einn skaust í gluggann svo rúðan brotnaði. Ég skal hjálpa þér að gera við hann. Ég er ágætis handlangari.“ Diddi og Uggi tókust í hendur. Málið var dautt. „Segðu mér eitt, Uggi, geturðu núna hent þremur boltum upp í loftið og gripið?“ spurði Knútur. „Jáhá! Heldur betur!“ svaraði Uggi. Hann veiddi þrjá bolta upp úr pússi sínu og viti menn! Sá var aldeilis flinkur. Bolt- arnir liðu í gegnum loftið, lentu í lófunum á honum og skut- ust aftur upp. Þetta var einmitt atriðið sem vantaði á hverfis- hátíðina! Allt var fullkomnað! Nokkru síðar leystist gleðskapurinn upp, fólkið kvaddi og allir héldu heim til sín. Diddi dró grillið heim með harmonikuna framan á sér. Áður en Uggi fór afhenti hann Knúti og Önnu Klöru boltana sína. „Nú skulið þið æfa ykkur! Verið bara sem lengst frá öllum gluggum,“ hvíslaði hann og skottaðist heim til sín.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=