Smátímasögur - Fyrir þig

134 „Nú hættir þú þessum leikaraskap og ferð að syngja með okkur hinum!“ sagði hún, tók níðþungan forsetaskrokkinn í fangið og sló hann aftur bylmingshöggi í bakið. Pulsubit- inn þeyttist upp úr honum og hann gat aftur náð andanum. Smám saman varð hann sjálfum sér líkur. Hann reisti sig upp og leit upp í loftið. Gestir hverfishátíðarinnar biðu eftir því að hann segði eitthvað og loks kom það. „Þetta eru maríutásur,“ sagði forsetinn og benti upp í himininn. Allir litu upp fyrir höfuð sér. Og jú þarna voru ský sem einhver virtist hafa togað og teygt yfir blámann. Forsetinn stóð á fætur. „Nú er lag að við syngjum!“ sagði hann og vegna þess að þetta var nú for- setinn þorði enginn að mótmæla. Eftir sönginn fengu allir sér aftur pulsu, glöggvuðu sig á tattúinu hennar Ragnheiðar og sýndu henni sín. Nokkrir náðu síðan góðum myndum af Védísi með forsetann í bónda- beygju. Hún fór reyndar mjög varlega. Nóg hafði nú þegar verið lagt á þann góða mann. Síðan mátti forsetinn ekkert vera að þessu meir. „Ég verð að haska mér,“ sagði hann og kvaddi alla með handabandi. „Ég þarf að veifa börnum, klippa á borða og lesa sendibréf.“ Hverfisbúar horfðu lengi á eftir honum skokka út úr hverf- inu. „Þetta var skemmtilegt!“ sagði Uggi. „En af hverju voruð þið að loka sjálfan forsetann inni í bílskúr?“ „Við héldum að þetta værir þú,“ viðurkenndi Anna Klara. „Ætluðu þið að loka MIG inn í bílskúr? Af hverju?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=