Smátímasögur - Fyrir þig

133 handa forsetanum. „Vertu fljótur að borða því við þurfum að halda áfram að syngja!“ sagði Diddi hinn hressasti. Anna Klara dreif sig yfir til forsetans. „Varst það þú sem ég lokaði inni í bílskúr? Hvað varstu að láta mig ná þér? Fyrir- gefðu samt!“ Forsetinn kom ekki upp orði. Hann var orðinn glorsoltinn og pulsan átti athygli hans alla. Allir hátíðargestir, krakkarnir, Uggi, Ragnheiður með tattúin og Védís með vöðvana horfðu þegjandi á hann meðan hann gleypti í sig þessar líka dýrindis veitingar. „Jæja, nú syngjum við!“ sagði hann loks. „Má ég biðja um óskalag?“ Diddi hélt það nú! Forsetinn hélt því áfram: „Mig langar svo að fá að syngja lagið um hann þarna Prins Póló! Mér fannst ég heyra óminn af því þegar ég flokkaði dósir inni dimmum bílskúrnum en það gæti auðvitað bara verið órar vegna súrefnisskorts. Ég hefði örugglega kafnað hefði ekki þessi eina rúða verið brotin.“ Anna Klara varð oggulítið skömmustuleg en samt ekki lengi. „Ekki hugsa meira um það! Nú ertu frjáls!“ sagði hún við forsetann og sló hann í bakið svo pulsubitinn sem hann var með uppi í sér hrökk ofan í hann. Forsetinn náði ekki andanum, greip um hálsinn með báðum höndum og féll endilangur í grasið. „Bjargið honum! Hver kann hjartahnoð?“ æpti Ragn- heiður og kom þjótandi að en Anna Klara var á undan.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=