Smátímasögur - Fyrir þig
132 á Önnu Klöru. Hann hefði getað verið í tölvuleik í allan dag. Þar voru þrautir að leysa, herir að leiða og stríð að sigra.Hann gat heyrt rödd mömmu sinnar í huganum. „Þú lærir ekkert af þessum tölvuleikjum,“ sagði hún alltaf. En jú, Knútur hafði lært eitt og annað allan þennan tíma sem hann hafði varið í tölvuleiki. Hann hafði lært úthald. Hann hafði lært að standa sig og reyna að bæta um betur. Þess vegna horfði hann nú beint framan í forsetann, rétti honum höndina og sagði: „Ég biðst innilegrar afsökunar. Þetta er alveg hræðilegt! Ég vona að þú sendir ekki víkingasveitina á okkur Önnu Klöru vinkonu mína. Við erum að halda hverfis- hátíð og við vildum ekki að Uggi hrekkjusvín myndi spilla henni. Við héldum að þú værir hann.“ „Þetta er ekkert mál,“ sagði forsetinn vinalega. „Fólk getur alltaf gert mistök en er þessi Uggi nokkuð svo voðalegur.“ Knútur svaraði strax: „Ekki svo vondur að hann hefði átt skilið að vera læstur inni í bílskúr. Fólkið í þessu hverfi lokar ekki aðra óvart inni í bílskúr á hverjum degi en það er heldur ekki alltaf hverfishátíð. Ég vona að þetta gerist aldrei aftur.“ „Við gleymum þessu,“ sagði forsetinn og þefaði út í loftið. „Finn ég pulsulykt?“ Hann lét dósapokann detta í gólfið og steig út í ljósið. „Heldur betur!“ svaraði Knútur. „Komdu og fáðu þér pulsu. Þá líður öllum betur.“ Um leið og forsetinn birtist á fótboltavellinum hætti Diddi að spila. Hann seildist í grilltangirnar og valdi bestu pulsuna
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=