Smátímasögur - Fyrir þig

131 byrjaði að hljóma barst hljómfögur rödd yfir allar hinar. Öll hersingin sneri sér við og leit á manninn sem stóð þarna á grasbalanum og söng: „Hámar allan daginn í sig Prins Póló / Hvernig þolir maginn allt það Prins Póló.“ Þarna stóð Uggi í íþróttagallanum og hafði þessa líka fínu söngrödd. Allir nutu þess að syngja saman þótt Diddi yrði greinilega hundfúll að sjá að Uggi var mættur. Knútur fann áhyggjurnar hríslast um sig. Hann hnippti í Önnu Klöru: „Ef Uggi er hér, hver er þá inni í bílskúr?“ „Hann hefur bara brotist út!“ sagði Anna Klara og virtist alveg sama fyrst hann gat sungið svona vel. Knútur varð sífellt órólegri. Hann varð að athuga með bíl- skúrinn. Þaðan barst ekki múkk lengur. Það var ekki fyrr en hann bankaði nokkur högg á hurðina að einhver heyrðist kalla: „Halló! Viltu hleypa mér út!“ Knútur opnaði dyrnar hikandi og rýndi inn í bílskúrs- myrkið. Þarna stóð maður í stuttbuxum og bol merktum Kvennahlaupinu. Þetta var sjálfur forsetinn! Og hann var himinglaður að sjá Knút! „Sæll!“ sagði hann og rétti fram höndina. „Það kom stelpa og plataði mig hingað inn en ég nýtti tímann vel og flokkaði dósir.“ Forsetinn hampaði troð- fullum dósapoka. „Vonandi fá skátarnir þetta.“ Knútur skammaðist sín svo mikið að honum varð flökurt eins og þegar hann hélt að hann hefði misst af hverfishátíð- inni. Nú var hann einmitt staddur á hverfishátíðinni en leið ekkert skár. Bara að hann hefði nú látið það eiga sig að hlusta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=