Smátímasögur - Fyrir þig
128 Sjösinnumtöfluna. Það var ekkert jafnflókið í lífinu og sjö- sinnumtaflan og því yrði gott að vita af henni á vísum stað. Síðan velti hann fyrir sér hverju hann myndi lyfta ef hann væri jafn sterkur og hún Védís. Líklega væri skemmtilegast að geta lyft öðrum krökkum og haldið á þeim í skólann ef þau væru mjög þreytt. Sérstaklega ef einhver yrði veikur og þyrfti að fara heim. Þá þyrftu þeir ekkert að labba sjálfir. Knútur hinn sterki kæmi til bjargar. Ekkert sást til forsetans. Líklega hafði hann verið eitt- hvað sloj í dag og ekki nennt að trimma. Kannski var hann í sumarleyfi og sigldi nú úti á vatni með veiðistöngina í annarri hendinni og appelsín í hinni. Með strá í munninum. Knútur var tilneyddur að segja gestunum að það yrði ekkert fyrirmenni að þessu sinni. Hann rölti vonsvikinn út á fótboltavöllinn en þar tók hann gleði sína á ný. Diddi hafði fýrað upp í grillinu og þar lágu pulsurnar eins og afslappaðir strandgestir á Tenerife. Fólk hafði þegar stillt sér upp í röð til að fá veitingar. Ragnheiður hafði ekki aðeins tekið með sér nokkra garðstóla fyrir þá sem vildu tylla sér, heldur líka þver- flautuna sína. Hún tók sér stöðu inni í öðru fótboltamarkinu og lék tónverkið á handleggnum á sér. Tónlistin liðaðist inn í næstu götur og hús og lokkaði enn fleiri út á fótboltavöllinn. Sífellt bættust fleiri nágrannar í hópinn. Védís kom með safa- fernur af kaffihúsinu og gaf öllum með pulsunum. „Viljið þið sjá hverju ég get lyft?“ spurði hún, greip um Didda og hóf hann á loft.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=