Smátímasögur - Fyrir þig
11 gengum af stað í þögn. Stebbi hafði aldrei áður þagað svona lengi. Með hverju skrefinu lengdist þögnin og mér fannst við aftur farin að vera vandræðaleg. Ég viðurkenni að fékk líka smáseyðing í magann eftir því sem á gönguna leið. Var ég að verða skotin í Stebba? Eða var þetta bara magapína? Við hittum Ásu og Töru fyrir utan skólann og þá loksins fór Stebbi að djóka og láta eins og hann átti að sér. Við fórum inn og úr úlpunum og sýndum hver annarri í hverju við vorum. Þær voru báðar í nýjum kjólum. Sumar mömmur voru greini- lega að standa sig betur en aðrar, segi ég nú bara. „Ertu máluð?“ spurði Ása hneyksluð. Hún var eiginlega alltaf hneyksluð á öllu. Alltaf. Alls staðar. „Já, hvað, ég er líka máluð,“ sagði Tara og brosti með glans- andi glossuðum vörum. „Já, ég líka!“ sagði Stebbi og gerði stút á varirnar. „Ha!!??“ hrópaði Ása upp yfir sig en við hin fórum að skellihlæja. „Oh, þið eruð ekki hægt,“ sagði Ása og rauk inn í sal.Hann var eiginlega orðinn alveg stappaður en Tara fann sæti fyrir okkur mjög framarlega, alveg úti á enda við gluggana. Við hin eltum og settumst öll saman. Tara, Ása, ég og Stebbi á endanum. „Hey, stelpur, sjáið þið hver er þarna?“ hvíslaði Tara allt í einu og benti á fremsta bekkinn rétt fyrir framan okkur. Þar var Baldur. Fallegasti áttundabekkingur í heimi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=