Smátímasögur - Fyrir þig
127 Knútur og Anna Klara sögðu Didda að þau myndu hafa auga með þessum Ugga. Ómögulegt að hafa gluggabrjótandi íþróttafataklætt varmenni með bolta á hverfishátíðinni. Ekk- ert mátti út af bera svo hátíðin tækist eins og best yrði á kosið. Eins og Diddi myndi orða það, segir sig sjálft! Þá var bara að sitja fyrir fyrirmenninu. Knútur tók það að sér. „Ég bíð hér eftir að forsetinn komi skokkandi eins og hann gerir alltaf í hádeginu á mánudögum, beini honum inn á fótboltavöllinn og lofa honum pulsu. Á meðan ferð þú heim til þín og sækir tómatsósu og sinnep og sápukúluvatn fyrir krakkana. Síðan hittumst við úti á túni,“ sagði Knútur við Önnu Klöru. Forsetinn var vanur að koma hlaupandi upp gangstéttina, skransa svolítið í beygjunni inn í hverfið, skokka létt framhjá húsunum og hendast svo niður að stígnum sem lá meðfram sjónum. Alltaf virtist hann horfa upp í himininn. Sjálfsagt að virða fyrir sér skýin og velta því fyrir sér á fartinni hvort það myndi rigna á þvottinn á snúrunum við Bessastaði. En nú var hann hvergi að sjá. Einstaka bíll ók hjá. Krakkar komu röltandi og hundar með fólk í bandi. Knútur bauð þau öll velkomin á hverfishátíðina.Hún færi að hefjast úti á fótbolta- velli. „Pulsur, fyrirmenni, tattú og tómatsósa!“ sagði hann svo allir vissu að það væri eftir einhverju að slægjast. Á meðan Knútur beið eftir að forsetinn kæmi skokkandi velti hann því fyrir sér hvað hann myndi láta tattúvera á sig þegar hann yrði stór. Hann var ekki lengi að komast að því.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=