Smátímasögur - Fyrir þig

126 „Þú færð pulsu í staðinn!“ sagði Anna Klara. Þá glaðnaði yfir Védísi. „Mér heyrist þetta ætla að verða dagur að mínu skapi,“ sagði hún. Síðan lét hún krakkana fá blað og penna til að þeir gætu útbúið auglýsingu og hengt upp innan um hinar á kaffihúsinu. Á henni stóð: HVERFISHÁTÍÐ Á FÓTBOLTAVELLINUM KL. 12 Í DAG! PULSUR OG FYRIRMENNI! Diddi í rauða húsinu var að dytta að bílskúrnum sínum þar sem rúða hafði brotnað. Hann tók strax vel í að grilla pulsur ofan í liðið. „Ekki málið kálið!“ sagði hann. „Ég rúlla grillinu út á tún, tek með mér nikku og nóg af pulsum. Segir sig sjálft! Komið með alla þá tómatsósu, sinnep og remúlaði sem þið finnið heima hjá ykkur.“ Knútur og Anna Klara lofuðu því en Diddi vildi ekki sleppa þeim alveg strax og veifaði hamrinum eins og hann væri þrumuguðinn Þór. „Passið bara eitt, krakkar! Ekki láta hann Ugga koma ná- lægt hátíðinni ykkar!“ „Hver er það?“ spurði Anna Klara. „Er hann nýr í hverfinu?“ „Já, hann er nýfluttur í eitt raðhúsanna og það er honum að kenna að þessi rúða er brotin. Hann braut hana! Þetta er dökkhærður sláni, alltaf í íþróttafötum. Ég hef séð hann leika sér að boltum en það er óþarfi að grýta þeim í gegnum rúðuna hjá mér. Maður veit aldrei hverju svona slánar geta fundið upp á. Reynið að halda honum frá hátíðinni í dag! Segir sig sjálft! Sjáumst í hádeginu!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=