Smátímasögur - Fyrir þig
125 Bústin bólstraský sigldu yfir himinblámann þegar Knútur og Anna Klara stefndu á kaffihúsið úti á horni. Þar hengdu allir í hverfinu upp auglýsingar um reiðhjólaviðgerðir, týnda ketti og fílefldar barnapíur reiðubúnar til þjónustu. Eigandi kaffihússins, hún Védís, þekkti því alla. „Við spurjum hana hver sé sterkastur og geti sýnt á sér vöðvana í sirkusnum okkar,“ sagði Knútur. Þegar vinirnir komu að kaffihúsinu var Védís að bera inn goskassa. Hún tók tvo í einu. Hún var mjööög sterk. Þau þurftu ekki að finna neinn annan. Þau sögðu Védísi frá sirkusnum og spurðu hana hvort hún væri ekki til í að vera með. „Það verður að vera einhver sem hnyklar vöðvana.Taktu bara með þér goskassana og sýndu hvað þú getur lyft mörgum í einu!“ sagði Knútur. Védís pírði á hann augun hugsi á svip. „Jú, jú,“ sagði hún síðan. „Ég er alveg til í það.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=