Smátímasögur - Fyrir þig

124 Heil hverfishátíð beið hans úti á fótboltavelli. Anna Klara hafði þotið út á undan og varð því ekki vör við það þegar Knútur rak augun í miða á ísskápnum og las upphátt: „Kæri Knútur! Viltu vera svo vænn að dunda þér bara í tölvunni í dag og láta Önnu Klöru í friði. Hún teymir þig alltaf út í einhverja vitleysu! Sjáumst síðdegis! Mamma!“ Knútur yppti öxlum. Hann vissi vel að ekkert skemmti- legt myndi gerast nema einmitt ef hann leyfði Önnu Klöru að teyma sig út í vitleysu svo hann dreif sig áhyggjulaus – og fullur tilhlökkunar – út á eftir vinkonu sinni. Hún var þegar lögð af stað yfir til Ragnheiðar kórstjóra í næsta húsi. Ragn- heiður var með uppáhaldslagið sitt tattúverað á framhand- legginn. Hún var alveg til í að koma á hverfishátíðina og vera tattúveraða konan sem nauðsynleg er í hverjum sirkus. „Sit ég ekki bara prúð samt og borða pulsu?“ „Jú,“ sagði Knútur, „og ert í stuttermabol.“ Ragnheiður lofaði því. „Sjáumst á eftir!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=