Smátímasögur - Fyrir þig
123 Didda um að mæta með harmonikkuna og segjum öllum sem við rekumst á að það sé hverfishátíð úti á fótboltavelli í hádeginu í dag. Fólk vill eflaust hittast og fá sér saman í gogginn og það verður fegið að geta fengið pulsur. Best væri líka ef okkur tækist að finna eitthvert fyrirmenni. Þá mæta sko allir. Fyrirmenni trekkja!“ „Hvað er það? ,,Fyrirmenni“?“ spurði Knútur. „Fólk sem allir þekkja. Það eru fyrirmenni.“ „Þarf ekki einhver dýr líka eins og til dæmis sel sem getur klappað saman hreifunum eða kastað mörgum boltum upp í loftið í einu og gripið þá aftur?“ spurði Knútur. „Ég þekki engan sem á sel en um leið og einhver frægur kemur vilja allir taka af sér mynd með honum. Við verðum ekki með sel, heldur sel ... fís,“ sagði Anna Klara og varð hugsi á svip. „Reyndar þekki ég engan frægan heldur.“ En Knútur hafði séð einn frægan og það oft! Reyndar alltaf á mikilli hraðferð en hann gat svoleiðis svarið að þetta var sami maður og birtist í blöðunum þar sem hann klippti á borða, veifaði krökkum og veitti verðlaun og orður. „Forsetinn skokkar alltaf í gegnum hverfið í hádeginu á mánudögum,“ sagði Knútur. „Við þurfum ekki annað en að sitja fyrir honum, bjóða honum pulsu og áður en hann veit af hefur hann fengið vinnu í sirkusnum okkar.“ Þar með var það ákveðið. Knútur hætti að hugsa um þraut- irnar sem hann hafði ætlað að leysa í Playstationinu, herina sem hann hefði orðið að leiða og stríðin sem stóð til að sigra.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=