Smátímasögur - Fyrir þig

122 meiri gæinn þessi prins póló“ á harmonikku áður en hann grillar ofan í okkur pulsur.“ Þetta var alveg rétt. Knútur hafði flotið um á vindsæng í hótellauginni þegar sár grunur um að hann væri að missa af einhverju heima helltist yfir hann eins og gubbupest. Nú varð hann himinlifandi yfir að hafa ekki misst af neinu. „Hvenær verður hátíðin þá?“ spurði hann. „Það stendur ekki til að hafa neina.“ „Engin hverfishátíð! Þetta er agalegt,“ sagði Knútur. „Nema náttúrlega ...“ hélt Anna Klara áfram, „við höldum hana bara sjálf.“ „Ekki ætla ég að blása upp heilan hoppukastala,“ sagði Knútur. „Það verða engir hoppukastalar, heldur sirkus!“ sagði Anna Klara og veifaði handleggjunum eins og töframaður með sprota í höndunum. „Ég átti einu sinni playmósirkus svo ég veit alveg hvað við verðum að hafa. Við finnum sterkasta nágrannann í hverfinu og einhvern hressan með tattú. Svo þyrftum við líka mann sem getur spilað á harmoniku og grillað pulsur.“ „Var Diddi í rauða húsinu í playmósirkusnum þínum?“ spurði Knútur. „Nei, en hann hefði átt að vera þar,“ sagði Anna Klara. „Við hljótum að finna þetta fólk. Það býr alls kyns lið í hverfinu og núna eru margir heima í sumarfríi. Nú förum við út að finna einhvern sterkan og einhvern tattúveraðan. Við biðjum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=