Smátímasögur - Fyrir þig

121 HVERFISHÁTÍÐIN Gerður kristný Fátt er jafndásamlegt og vakna aleinn heima á sumardegi, sturta nóakroppi í skál og hella ískaldri mjólk yfir. Knúti leið eins og kóngi þegar hann seildist eftir rifjárninu og tætti dá- lítinn lakkrís yfir þennan fína morgunverð. Mamma hans og pabbi voru farin í vinnuna og hann gat gert hvað sem var. Enn var vika þangað til skólinn byrjaði aftur og eftir sumar- bústaðaferðir og sólarlönd hafði Knútur loksins tíma til að vera í play stationinu. Þar biðu hans þrautir að leysa, herir að leiða, stríð að sigra. Þetta hefði getað orðið rólegaheitadagur hefði dyrabjöll- unni ekki verið hringt. „Komdu bara inn!“ hrópaði Knútur. Anna Klara vinkona var sú eina sem mætti svona snemma. Hún hlammaði sér við eldhúsborðið og sagði: „Hæ! Má ég líka fá?“ Knútur rétti henni skál og nóakroppspokann. „Veistu hvað ég var að uppgötva?“ spurði hún síðan með fullan munninn. „Það hefur ekki verið nein hverfishátíð í sumar.“ Knúti svelgdist á. „Hvað ertu að segja? Ég varð einmitt svo leiður úti á Tenerife þegar ég hélt að ég væri að missa af Didda í rauða húsinu sem spilar alltaf „Prins póló það er

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=