Smátímasögur - Fyrir þig

119 verkefni SÖGURÝNI 1. Hvað eru systkinin gömul? 2. Af hverju er lítið til að borða á heimilinu? 3. Hvað vilja Bergdís og Glódís fá frá Hörpu? 4. Hvað gerist eftir að Harpa verður fyrir bílnum? 5. Hverju lofar Valur systrunum í skiptum fyrir systur sína? 6. Hvernig endar sagan? VANGAVELTUR Takið afstöðu og færið rök fyrir skoðun ykkar. 7. Hefði Harpa getað brugðist öðruvísi við og bjargað sér frá systrunum? 8. Er Hörpuslag góður titill á þessa sögu? ÁSKORUN Veldu þér verkefni. • Myndlýsing: Valur er allt í einu staddur í undarlegum salar- kynnum álfadísanna. Hvað sér hann þegar hann lítur í kringum sig? Lestu þér til og teiknaðu nákvæma mynd af því sem blasir við drengnum. • Sögugerð: Haltu áfram með söguna. Hvað gerist í skólanum? Hvað taka systkinin til bragðs til að aflétta álögunum? Er hægt að bjarga Val?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=