Smátímasögur - Fyrir þig

118 – Ég get svo svarið að mér fannst þú skella á bílnum, sagði hann undrandi og virti fyrir sér brotið framljósið á sendi- ferðabílnum. – Á ég ekki að hafa samband við foreldra þína? Þarftu ekki að fara á sjúkrahús? – Nei, sagði Harpa ákveðin. Það er í lagi með mig. Við erum orðin of sein. Það er verið að lesa sögu í skólanum og allir eiga að hlusta, líka þú, Valur. Valur var þögull og dofinn. Hann tók hjólið sitt og skóla- tösku Hörpu. Bílstjórinn horfði ráðþrota á eftir þeim þar sem þau hröðuðu sér niður götuna og inn á skólalóðina. Harpa lét dæluna ganga. – Valur, hvað er að þér? Ertu lasinn? Sagan er byrjuð. Við missum af henni. Hún er lesin á sal. Hann heyrði til hennar en fann varla fyrir sjálfum sér. Hann náði ekki að klára heila hugsun og gekk sem í leiðslu. Harpa þaut á undan honum inn í samkomusalinn. Valur gekk inn. Kennarinn lagði fingur á varir. Bekkjar- félagarnir sátu sofandalegir undir upplestri á einhverri sögu. Valur læddi sér út í horn og settist. Hann náði illa að fylgjast með, heyrði varla orðaskil. Það sem hann heyrði hljómaði svona: – Allt sem þú hugsar og talar er okkar. Valur greip um höfuð sér og lokaði augunum. Sögumaðurinn las: Hann greip um höfuð sér og lokaði augunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=