Smátímasögur - Fyrir þig
10 Oh. Hvað var að honum? Það var alveg gaman að eiga svona hressan pabba en þetta var of mikið. Ég skellti hett- unni á höfuðið og renndi upp í háls, þó að ég ætti á hættu að skemma hárgreiðsluna. „Þetta er alveg satt hjá honum,“ sagði Stebbi. „Hvað meinarðu?“ spurði ég og leit á hann. Hann brosti sínu kanínubrosi og sagði: „Þú ert bæði prinsessa og prófessor. Þú ert gáfuðust í bekknum okkar og svo ertu líka langsætust! Eða mér finnst það.“ Ég bremsaði með báðum fótum og leit á Stebba. Voru allir að verða geðveikir? Var Stebbi orðinn snarklikkaður? Hann var vinur minn en ekki kærasti. Og nú var hann að reyna við mig! Vandræðalegt! „Ég er ekkert að reyna við þig ef þú heldur það. Ég er bara að segja að pabbi þinn … eða sko, ég er sammála pabba þín- um,“ sagði Stebbi alveg hrikalega vandræðalegur. „Hva, ertu amma mín eða …“ spurði ég. „Hvað meinarðu?“ spurði hann. „Nei, bara, alltaf þegar mamma og pabbi setja mynd af mér á fésið skrifar amma að ég sé langsætust og duglegust og allt það. Ég veit að það er ekkert að marka svoleiðis komment.“ „Nei, það er rétt hjá þér, það er ekkert að marka mig. Ég er ekki einu sinni á feisbúkk!“ sagði Stebbi og hætti að vera vandræðalegur. „Nei, feisbúkk er líka bara fyrir gamalt fólk,“ sagði ég og við
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=