Smátímasögur - Fyrir þig

117 – Ég vil bara fá systur mína aftur, hvíslaði Valur sorgbitinn. – Kæri leikur! Kæri leikur! söngluðu hulduverurnar. – Kæri álfaleikur! Valur hringsnerist með þeim. Skerandi verkur smaug í gegnum höfuðið. Hann svimaði og fann að hann þeyttist til baka, inn í svartan klettavegginn. Hann skall harkalega niður á klöppina, náði naumlega að bera hendur fyrir sig og kút- veltist þar til hann staðnæmdist við gjábrúnina. Grá morgun- birtan skar í augun. – Finndu systur þína, heyrði Valur hvíslað í höfði sér um leið og hann tók tilhlaup og stökk yfir gjána. Hann æddi eftir syllunum niður klettana, hljóp fram hjá manni sem sat á bekk og starði stjörfum augum fram fyrir sig. Og fram hjá frosnum fugli á flugi, allt þar til hann sá systur sína þar sem hún lá í götunni. Um leið lifnaði veröldin við á ný. Kötturinn stökk yfir grindverkið. Bílstjórinn snaraðist út úr sendiferðabílnum. Lit- ríkir sælgætismolarnir féllu til jarðar. Systir hans brölti á fætur. Valur kom æðandi að og greip hana í fangið. – Er í lagi með barnið? stamaði bílstjórinn skelfingu lost- inn. – Já, allt í lagi, allt í lagi, sagði Valur aftur og aftur og faðm- aði systur sína. – Hættu, Valur. Þú kremur mig, sagði Harpa reiðilega. – Ertu viss um að það sé í lagi með þig? spurði bílstjórinn. – Já, svaraði Harpa. – Bíllinn kom ekki við mig. Bílstjórinn horfði vantrúaður á Hörpu um leið og hann tíndi saman sælgætismolana og rétti henni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=