Smátímasögur - Fyrir þig
116 – Við ráðum en þú ert ráðalaus, flissaði Bergdís. – Ef þú vilt fá eitthvað frá okkur verður þú að gefa í stað- inn, hvíslaði Glódís og strauk Vali um vangann. – Gefurðu hvað sem er fyrir Hörpu? – Já, ég skal gefa allt sem ég á, sagði Valur örvæntingar- fullur. – Allt? hrópaði Glódís. – Allt sem þú hugsar og allt sem þú gerir? Valur horfði angistarfullur á lífvana líkama systur sinnar. – Já, allt, svaraði hann ákveðinn. – Auðvitað, sagði Sóldís næstum blíðlega. – Hann á bara hana, vesalingurinn, og mamma svo ósköp veik. – Veistu hvað það þýðir? spurði Bergdís ísmeygilega og það ískraði í henni af spenningi. Valur hristi höfuðið óttasleginn. – Þú skapar sjálfan þig með hugsunum og hugmyndum, sagði Glódís. – Þú hugsar og þú skapar, útskýrði Bergdís. – En við fáum það allt til að leika með. Við munum skapa þig með okkar hugsunum.Við munummóta þig og meitla og þú munt aldrei framar stjórna gerðum þínum sjálfur. Er það ekki dásamlegur leikur? hvæsti Sóldís sem var skyndilega komin þétt upp að honum. Honum fannst hann vera að kafna. Í sömu andrá slógu þær hring um Val og dönsuðu í kringum hann. – Við fáum það allt að leika með! hrópuðu þær.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=